Nú er Vestmannaeyjamótið í snóker komið vel á veg en eftir standa fjórir eftir útsláttarkeppnina. Undanúrslitin verða leikin á sunnudag og mánudag en í fyrri leiknum mætast fyrrum knattspyrnukapparnir Hlynur Stefánsson og Páll Pálmason en leikur þeirra hefst klukkan 13.00 á sunnudag. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kristján Egilsson og Kristleifur Magnússon.