Vegna ársreikninga ÍBV-íþróttafélags sem samþykktir voru á ársfundi félagsins um helgina vill knattspyrnuráð kvenna koma eftirfarandi á framfæri. Ársreikningur ÍBV-íþróttafélag sýndi tap knattspyrnudeildar kvenna upp á 650.000 krónur eftir tímabilið 2008. Knattspyrnudeild kvenna hefur fengið vilyrði frá aðilum, sem eiga eftir að greiða styrki fyrir síðasta tímabil, að þeir verði greiddir þannig að knattspyrnudeildin ætti að vera skuldlaus áður en næsta tímabil hefst.