Eyjamenn voru sannarlega óheppnir að fá ekkert út úr síðasta leik sínum í 1. deild en ÍBV tók á móti Selfossi í Eyjum í kvöld. Fyrirfram hefði mátt búast við öruggum sigri Selfyssinga, sem eru í öðru sæti og á leið í umspil um laust sæti í efstu deild á meðan ÍBV er í þriðja neðsta sæti. En sú varð ekki raunin og var jafnt á öllum tölum, allan leikinn. Selfyssingar höfðu svo heppnina með sér í lokin, skoruðu sigurmarkið úr vítaskoti þegar leiktíminn var útrunninn og lokatölur 27:28.