Kvennalið ÍBV tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta í 2. deild með sigri á ÍR. Liðin áttust við í Eyjum í dag og urðu lokatölur 26:23 en í hálfleik hafði ÍBV tveggja marka forystu, 12:10. Ekki liggur fyrir hvenær úrslitakeppnin hefjist en þar mun ÍBV væntanlega leika gegn KA. ÍBV leikur á útivelli en liðin spila aðeins einn leik og kemst sigurvegari hans í undanúrslit.