Náðst hefur sátt um breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu sem deilt hefur verið um í tengslum við niðurskurð hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSu). Lausnin er í fimm liðum og eru sveitarstjóri Rangárþings eystra, sýslumaður og sjúkraflutningamenn sáttir við þessa lausn, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá HSu.