Í dag klukkan 16.00 leikur kvennalið ÍBV í handbolta, síðasta heimaleik sinn í vetur þegar liðið tekur á móti ÍR í Eyjum. Liðin eru bæði í neðri hluta 2. deildar, ÍBV í 9. sæti af tólf liðum en ÍR í 8. sæti. Sigurvegari leiksins kemst í úrslitakeppni 2. deildar.