Í kvöld verða sannkallaðir stórtónleikar í Höllinni í Vestmannaeyjum þegar Nýdönsk stígur á stokk og leikur fyrir áhorfendur. Nýdanskir gerðu það einmitt gott á Þjóðhátíðinni 2008 og ætla nú að endurtaka leikinn í Höllinni. Sala miða í forsölu gekk vel en enn er hægt að fá miða á tónleikana og hefst miðasala upp í Höll klukkan 20.00 í kvöld.