Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag gegn FH í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum en liðin áttust við í Kórnum í Kópavogi. Lokatölur urðu 4:3 en Viðar Örn Kjartansson hafði komið ÍBV í 0:2 í fyrri hálfleik. ÍBV endar riðlakeppnina með sex stig og kemst ekki í úrslit en FH-ingar, sem eiga einn leik til góða, eru nokkuð öruggir með efsta sætið.