Nú styttist í páskana en margir nota tímann til að kíkja út á lífið. Í Höllinni verður stórdansleikur eftir miðnætti á föstudaginn langa þegar stuðbandið Buff kíkir við og leikur fyrir landann. Buffarar hafa aldrei áður leikið á dansleik í Höllinni en forsala á ballið hófst í dag á Volcano.