Félagar í Gideondeildinni í Vestmannaeyjum gáfu í morgun Nýja testamentið á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Bókin góða verður í hverri stofu og víðar á stofnuninni héðan í frá. Það var Halldór Hallgrímsson sem færði stofnuninni gjöfina en Lilja Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur tók við gjöfinni.