Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið enda stóð yfir rannsókn á ætlaðir íkveikju í rútubifreið sem stóð við bátaskýli Björgunarfélags Vestmannaeyja við Tangagötu. Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins og sá þriðji var handtekinn að morgni föstudagsins 3. apríl. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa kveikt í rútunni og voru þeir leystir úr haldi að kvöldi 3. apríl.