Ekki virðast fjórflokkarnir ætla að snúa af þeirri leið sem kom okkur sem þjóð í þrot, loðin svör og skoðun en í gangi á hinum ýmsu málum er þeirra stefnuskrá. Ekki vil ég trúa að Íslendingar ætli en og aftur að falla í þá gryfju að leggja þessari stefnu, gjaldþrotastefnu núverandi og fyrrverandi stjórnvalda brautargengi áfram. (skoðunarstefnu þeirra sem hér hafa ráðið ríkjum sl. áratugi) Samfylking og VG með stuðningi Framsóknar tók við og var bráðabirgðastjórn fram að kosningum(sem ég tel óráð) en hagar sér sem meirihlutastjórn í öllum sínum málflutningi og gjörðum til að auglýsa sig fyrir kosningar.