Hjá Borgarahreyfingunni er unnið að því hörðum höndum að flokkurinn verði sjötti flokkurinn sem býður fram til Alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. Undirskriftasöfnun stendur yfir í bæði Suður- og Norðvesturkjördæmi en frestur til að tilkynna framboð rennur út eftir viku.