Þyrla Landhelgisgæslunnar TF EIR stóð dragnótarbát að meintum ólöglegum veiðum vestur af Sandgerði í gærdag. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að dragnótaveiðar séu ekki heimilar á þessu svæði samkvæmt reglugerð um friðun hrygningarþorsks.