Starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum fékk afhent uppsagnarbréf í síðustu viku en uppsögnin er liður í niðurskurði sem stofnunin glímir við um þessar mundir. Gunnar K. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í samtali við Eyjafréttir.is að nauðsynlegt hafi verið að fara þessa leið.