Kvennalið ÍBV lék í kvöld æfingaleik gegn úrvalsdeildarliði KR en ÍBV spilar í 1. deild. Leikurinn fór fram á gervigrasi KR-inga í vorblíðunni í vesturbænum. Eftir markalausan fyrri hálfleik tóku Eyjastúlkur sannarlega við sér, skoruðu sex mörk í þeim síðari og unnu KR þar með 0:6 á útivelli.