Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segist einn bera alla ábyrgð á því, að flokkurinn tók við 30 milljóna króna framlagi frá FL Group í árslok 2006. Framkvæmdastjórar flokksins, núverandi og fyrrverandi, beri þar enga ábyrgð.