Fulltrúar Vestmannaeyjahafnar og Skipalyftunnar ehf. hafa frá því í febrúar sl. verið í viðræðum um stöðu og lok á 25 ára leigusamningi um upptökumannvirki – skipalyftu- sem er í eigu hafnarinnar. Samningurinn var upphaflega frá 1982, endurnýjaður 1992 og átti að renna út árið 2007. Kvað hann á um að Vestmannaeyjahöfn væri skylt að kaupa fasteignir Skipalyftunnar. Ákveðið er að fella niður þetta ákvæði og greiðir höfnin Skipa­lyftunni 11, 5 milljónir króna til að mæta útgjöldum vegna samkomulagsins.