Drög að dagskrá er að myndast fyrir Þjóðhátíð og lítur út fyrir að vera ein sú glæsilegasta frá upphafi. Ein af fyrstu fréttum þessa vors er af Sálarmönnum sem munu koma og spila á tónleikum á laugardagskvöldið. Langt er síðan sálin spilaði síðast á Þjóðhátíð og er því kærkomið að þeir félagar mæti og trylli lýðinn eins og þeim einum er lagið.