Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem skipar 4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, segir í grein um sjávarútvegsmál og Evrópusambandið að stefna ESB byggi ekki á sameiginlegu eignarhaldi yfir auðlindinni heldur sameiginlegri nýtingu hennar og samráði við ákvörðun aflamarks. Anna Margrét er forstöðumaður Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún segir að útgerðir, sjómenn og sjávarbyggðir njóti margvíslegs stuðnings innan ESB. Má þar nefna kaup útgerða á nýjum veiðarfærum og aðlögun flota að breyttum fiskveiðum.