Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu þegar Esbjerg tapaði fyrir OB, 2:1, í Óðinsvéum í dag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann var í staðinn látinn leika með varaliði Esbjerg í dönsku 2. deildinni og gerði þar heldur betur vart við sig með því að skora öll fjögur mörk liðsins í sigri á Varde, 4:3. Sigmundur Kristjánsson var líka á skotskónum í sömu deild.