Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar í Vestmannaeyjum var opnuð kl. 15 í dag. Frambjóðendur í efstu sætum lista flokksins í Suðurkjördæmi buðu upp á vöfflur í páskasólinni. Dagur B. Eggertsson, nýkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar, var einnig viðstaddur opnunina. Samfylkingin í Suðurkjördæmi hefur einnig opnað kosningaskrifstofur í Reykjanesbæ, á Selfossi og á Höfn.