Kvennalið ÍBV í knattspyrnu spilaði í gær til úrslita í Costa Blanca Cup á Benidorm en Eyjaliðið hefur dvalið þar við æfingar og keppni yfir páskana. ÍBV spilaði gegn sterku liði heimastúlkna, Villa Noble en leikurinn endaði 1:0 fyrir Villa Noble. Þórhildur Ólafsdóttir, hinn sterki miðjumaður ÍBV var í mótslok valinn leikmaður mótsins.