Páskahelgin var með rólegra móti hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum en hátíðahöld helgarinnar fóru að mestu leyti vel fram. Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglunnar en farið var inn í bifreið við Brekkugötu og stolið þaðan fjórum öryggishjálmum. Þá var lögreglunni tilkynnt um tvö atvik þar sem verið var að nota skotelda, sem er ekki heimilt. Dagbókarfærslu lögreglunnar má lesa hér að neðan.