Ekki ætla ég að skrifa um heiður flokkanna, það er meira spennandi að skrifa um hvað það sé sem kemur fólki til samþykkja (oftast þegjandi) siðferðilega rangar ákvarðanir annarra. Ég er þá ekki bara að tala um forsvarsmenn stjórnmálaflokka, heldur líka bankamenn og eftirlitsaðila, forvígismenn sjóða og marga aðra sem freistuðust til þess að taka þátt í stórgróðaspilinu og gengu lengra en þeir máttu eða áttu að gera.