Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu tilkynnti fyrr í dag lokahóp sinn sem mun taka þátt í milliriðli EM í Póllandi í lok mánaðarins. Einn leikmaður ÍBV er í hópnum, Þórhildur Ólafsdóttir en til gamans má geta að þær Berglind Þorvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, úr Breiðabliki, eru í hópnum en þær léku áður með ÍBV.