Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferð og flugi á Suðurlandi undanfarna daga í framboðsrútu sem er merkt með frambjóðendum flokksins í Suðurkjördæmi. Eftir ferðalag um Vestur Skaftafellssýslu og Vík í Mýrdal í morgun er stefnan sett á Rangárvallasýslu. Þar fara fram tveir fundir í dag – á Hvolsvelli kl. 17:00 í Björkinni og á Hellu kl. 20:30 í Íþróttahúsinu.