Lýðræðishreyfingin hefur fengið frest til klukkan 18 í dag til að uppfylla skilyrði um framboð í Suðurkjördæmi. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum og og formaður yfirkjörstjörnar í Suðurkjördæmi, segir í samtali við Suðurlandið.is að 18 meðmælendur hafi vantað á lista Lýðræðishreyfingarinnar. Meðmælendur þurfa að vera á bilinu 300-400. Aðrir framboðslistar voru úrskurðaðir gildir.