Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks og Samfylkingar í Grindavík hafa sammælst um að halda samstarfi áfram út kjörtímabilið og um að ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur í starf skólastjóra Hópsskóla. Meirihlutinn segist vinna að undirbúningi skólastarfsins í samstarfi við fræðslu- og uppeldisnefnd, nýjan skólastjóra og foreldra barna í væntanlegum grunnskóla, þar sem skólastarf á að hefjast í janúar 2010. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu fulltrúanna á vef Grindavíkurbæjar.