Allt bendir til þess að í dag eða á morgun afgreiði Alþingi fjárfestingasamning um álver í Helguvík. Þetta skrifar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á vef Víkurfrétta. Þar segir hann að málið hafi verið afgreitt úr nefnd til þingsins. Fyrir liggi að Vinstri græn styðji ekki málið en það muni ná fram að ganga vegna stuðnings annarra flokka. Grein Björgvins fylgir í heild sinni.