Suðurlandið.is heldur áfram að kynna þá frambjóðendur sem berjast um þingsætin í Suðurkjördæmi. Í fimmta kosningamyndbandinu er rætt við Jórunni Einarsdóttur, kennara frá Vestmannaeyjum. Jórunn var í 6. sæti hjá Vinstri grænum í Suðurkjördæmi í kosningunum 2007 en skipar nú 3. sætið, sem hún sjálf kallar baráttusætið í kjördæminu. VG náðu inn fyrsta þingmanni sínum í Suðurkjördæmi árið 2007 en samkvæmt skoðanakönnunum nú gætu þeir orðið tveir hið minnsta. Jórunn segist því vera nær þingsætinu nú en fyrir tveimur árum. Hún segist vera búin að fá sig fullsadda af gömlu tuggunni um að einungis sjálfstæðismönnum sé treystandi til að stjórna landinu.