Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að bændur hafi boðað til opinna funda á fjórum stöðum á landinu í kvöld í tengslum við Alþingiskosningarnar. Öllum framboðum er boðið að senda sína fulltrúa og ræða um landbúnaðarmál við bændur, starfsfólk í landbúnaðargreinum og aðra áhugasama fundargesti. Fundirnir hefjast allir kl. 20:30 í kvöld. Þeir verða haldnir á Hótel Selfossi, Hlégarði í Mosfellsbæ, Hótel Borgarnesi og á Hótel KEA á Akureyri.