Sjálfstæðismenn hafa verið á ferð um Árnessýslu í dag á framboðsrútu sinni. Í kvöld verður haldinn opinn stjórnmálafundur í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst klukkan 20:30 og sérstakur gestur verður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn og frambjóðendur flokksins í Suðurkjördæmi munu ræða við íbúa í Ölfusi um málefni kjördæmisins og landsins alls. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.