300 fermetra björgunarmiðstöð í Freysnesi í Öræfum hefur verið tekin í gagnið. Þar er aðsetur björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Húsið hefur hlotið nafnið Káraskjól en björgunarsveitin heitir í höfuðið á Kára Sölmundarsyni sem talin er vera fyrsti skipbrotsmaðurinnn í Öræfum.