Við Grétar Mar áttum frábæran fund í Sólheimum í dag þar sem málefni fatlaðra voru efst baugi. Fundurinn var alveg frábær og á annað hundrað manns mættir. Grétar Mar var eini þingmaðurinn sem sá sér fært að mæta og fékk hann klapp fyrir það. Það vakti hins vegar gremju meðal íbúa Sólheima að Björgvin hjá Samfylkingunni skyldi ekki koma, vegna þess að fyrir síðustu kosningar lofaði hann að styðja betur við íbúa Sólheima.