Aðstandendur opins stjórnmálafundar sem haldinn var á Sólheimum í gær eru ósáttir við að Sjálfstæðismenn hafi ekki sent fulltrúa sinn á fundinn. Fyrirfram lágu fyrir almennar spurningar til fulltrúa Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks er varðaði niðurskurð á fjárveitingum til Sólheima á síðustu fjárlögum. Grétar Mar Jónsson var eini sitjandi þingmaðurinn sem mætti en fulltrúar hinna framboðslistanna voru frambjóðendur sem ekki sitja á þingi. Lýðræðishreyfingin sendi heldur ekki fulltrúa sinn á fundinn. Sjálfstæðismenn heimsækja Sólheima hinsvegar í dag.