Kosningaskrifstofa Vinstri grænna í Árborg verður opnuð í Selinu við Engjaveg á Selfossi í kvöld klukkan 20:30. Einar Már Guðmundsson rithöfundur flytur ávarp við opnun skrifstofunnar og frambjóðendur í efstu sætum lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi ræða málin. Boðið verður uppá veitingar auk þess sem tónlist verður flutt í Selinu í kvöld.