Í sjötta kosningamyndbandinu ræðir Suðurlandið.is við Oddnýju Guðbjörgu Harðardóttur, bæjarstjóra í Garðinum, sem er í 2. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Oddný leiddi N-lista, lista nýrra tíma, til sigurs í sveitarstjórnarkosningum í Garðinum árið 2006. Þetta er hennar fyrsta framboð til alþingis og segist hún ekki hafa getað annað en svarað kallinu þegar leitað var til hennar alls staðar að úr kjördæminu.