Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið á ferðinni um Suðurkjördæmi í framboðsrútu undanfarna daga. Vinnustaðir hafa verið heimsóttir og stjórnmálafundir haldnir. Árni Johnsen hefur gítarinn gjarnan við höndina á ferðalögum og lék hann nokkur lög þegar frambjoðendur litu við á rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi.