Framsóknarflokkurinn opnar kosningaskrifstofu á Eyrarvegi 15b á Selfossi klukkan 17 í dag. Á morgun klukkan 14 verður opnuð skrifstofa á Hafnargötu 2 í Reykjanesbæ og á sama tíma í gamla Essoskálanum á Hvolsvelli. Framsóknarmenn opna einnig kosningaskrifstofu á Hafnarbraut 14 á Höfn á morgun klukkan 14.