Í vor verður kosið um á hvaða grunngildum skal byggja íslenskt samfélag. Eyða verður þeirri óvissu sem ríkir um framtíðina en það verður gert með því að tala skýrt og einbeita okkur að þeim verkefnum sem við blasa. Lækkun vaxta og endurreisn bankakerfisins eru stærstu verkefnin auk þess að tryggja þeim heimilum og fyrirtækjum, sem á þurfa að halda, endurfjármögnun.