Þann 1.október sl. skrifaði ég ritgerð í mastersnámi mínu í mannauðsstjórnun sem fjallaði um ofurlaun. Sárafáar og nánast engar heimildir voru fáanlegar um ofurlaunaþróun og hefðir þar að lútandi á íslensku og um íslenskt atvinnulíf og varð því úr að flestar þeirra voru sóttar til Ameríku.