Um helgina átti að fara fram síðasta fjölliðamót Íslandsmóts karla í 7. flokki körfuboltans. Mótið átti að vera í Vestmannaeyjum í síðasta mánuði en var frestað vegna forfalla liða. Nú hafa þau tekið sig saman og neita öll sem eitt að koma til Eyja og því hefur KKÍ ákveðið að leikirnir falla niður. Björn Einarsson, þjálfari ÍBV er ómyrkur í máli sínu á heimasíðu ÍBV.