Það er gott að Björgvin G. Sigurðsson taki nærri sér það sem sagt er um framgang Helguvíkurmálsins á Alþingi. Því það er forseti þingsins Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfyllkingar sem ákveður dagskrána. Hann hefur hingað til ekki tekið málið til umræðu þó enginn forseti hafi haldið eins marga og langa fundi á eins stuttum tíma og hann.