Í gærkvöldi tryggði hnefaleikakappinn Sæþór Ólafur Pétursson sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í íþróttinni þegar hann lagði Matthías B. Arnarson frá Æsi. Sæþór keppir í 75 kg. flokki en bardaginn í gærkvöldi stóð yfir í fjórar lotur og var hver lota tvær mínútur. Sæþór vann 2:1 en úrslitaviðureignin verður haldin næstkomandi laugardag í gömlu sundlauginni í Keflavík.