Frambjóðendur stjórnmálaflokkana taka upp á ýmsu síðustu dagana fyrir kosningar. Samfylkingarfólk í Suðurkjördæmi byrjaði í kvöld að dreifa jafnaðarstefnu sinni auk íslenskra rósa og birkis. Íbúar Reykjanesbæjar voru þeir fyrstu sem fengu þessa óvæntu gjöf með kosningaboðskap Samfylkingarinnar en frambjóðendur munu hafa þennan háttinn á um allt Suðurkjördæmi næstu daga. Kvenpeningur Reykjanesbæjar var í leiðinni minntur á kvennakvöld í kosningamiðstöð flokksins að Bolafæti 1 í Reykjanesbæ annað kvöld klukkan 20.