Umhverfisráðuneytið hefur staðfest starfsleyfi Lýsis hf. í Þorlákshöfn sem Heilbrigðiseftirlit Suðurlands endurnýjaði í fyrrasumar. Sveitarfélagið Ölfus og nokkrir íbúar Þorlákshafnar kærðu til ráðuneytisins endurnýjun leyfisins. Einnig höfðu 530 manns, rúmur þriðjungur íbúa bæjarins, undirritað mótælalista gegn endurnýjun starfsleyfis Lýsis sem hefur starfrækt fiskþurrkun um árabil.