Eins og fram hefur komið hér á Eyjafréttir.is er karlalið ÍBV í knattspyrnu statt á Spáni þessa dagana við æfingar og keppni. Eyjamenn hafa leikið tvo leiki, gegn A- og B-liði San Roque. ÍBV tapaði fyrri A-liðinu 4:2 en vann svo B-liðið örugglega 6:1. Viðar Kjartansson skoraði bæði mörkin í tapleiknum og einnig tvö mörk í sigurleiknum en önnur mörk gerðu þeir Andri Ólafsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Gauti Þorvarðarson og Ingi Rafn Ingibergsson.