Steingrímur J. og Vinstri grænir eru allt í einu farnir að lofa því rétt fyrir kosningar að strandveiðar verði gefnar frjálsar, en þegar kaflinn hérna að neðan er lesinn, kemur í ljós að við Eyjamenn og aðrir sunnlendingar fáum ekkert út úr þessu. Bara svo það sé alveg á hreinu, þá hefur hingað til verið tekið ca. 1200 tonn af aflaheimildum frá Eyjamönnum og sett í þennan svokallaða byggðakvóta, fyrst af sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokks og nú af Sjávarútvegsráðherra Vinstri grænna.