Elliði Vignisson, bæjarstjóri sendi í gær Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra bréf þar sem óskað er eftir skýrum svörum varðandi skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja en fyrirhugað var að loka skurðstofunni í sumar. Bæjarstjórinn minnir á sérstöðu Vestmannaeyja vegna landfræðilegra þátta og atvinnuátta. Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan.